Fyrirtækið

Við erum öflugt og framsækið fyrirtæki í myndgreiningu

Stefna fyrirtækisins er að veita bestu mögulegu þjónustu við sjúklinga og lækna. Leitast er við að skapa hlýlegt andrúmsloft og umhverfi. Okkur hefur tekist að skapa gott andrúmsloft og okkur líður vel í vinnunni. Þetta skilar sér í góðu viðmóti til þeirra sem til okkar leita.

Við viljum vera í góðu sambandi við gesti okkar og þeirra lækna sem nýta sér þjónustu okkar.

Miðstöð bæklunarlækna og Sjúkraþjálfun Íslands

Orkuhúsið er samstarf nokkurra öflugra fyrirtækja sem öll sérhæfa sig í rannsóknum og meðferð á einkennum og sjúkdómum í stoðkerfi. Auk röntgendeildarinnar er Læknastöðin sem er miðstöð bæklunarlækna og Sjúkraþjálfun Íslands.

Hjá fyrirtækinu starfa nú sex sérfræðingar í myndgreiningu, tíu geislafræðingar, fjórir móttökuritarar og framkvæmdastjóri.

Sagan

Íslensk Myndgreining ehf. hóf rekstur í Álftamýri 5, í desember 1999

Í sama húsi voru einnig Læknastöðin og Sjúkraþjálfun Íslands.Í fyrstu var einungis boðið upp á hefðbundnar röntgenrannsóknir.

Fljótlega bættist við ómtæki og um haustið 2001 var tekið í notkun segulómtæki, sem var svokallað opið tæki fyrir útlimarannsóknir. Við það efldist deildin mjög en sífellt varð þrengra um starfsemina í húsnæðinu, þar sem aukinn tækjakostur kallaði á meiri mannskap.

Snemma árs 2003 var ákveðið að leita að nýju húsnæði fyrir alla starfsemina í Álftamýri og varð Orkuveituhúsið á Suðurlandsbraut 34 fyrir valinu.

Eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu fluttum við í júlí 2003 og hófst starfsemi þar í ágúst undir nafninu Orkuhúsið. Á þeim tíma jókst tækjakostur deildarinnar með tölvusneiðmyndatæki ásamt öðru röntgentæki til. Á síðustu árum hafa bæst við tvö segulómtæki, þar af eitt sem er sérstaklega hugsað fyrir útlimarannsóknir. Deildin sinnir nú, auk sérhæfðra stoðkerfisrannsókna, hvers kyns almennum myndgreiningarrannsóknum.

Deildin flutti ásamt Orkuhúsinu öllu í nýtt og betra húsnæði að Urðarhvarfi 8 árið 2020.