Undirbúningur

Undirbúningur

 

Þungun

    • Röntgen – Tölvusneiðmynd
      • Þungun er frábending við þær rannsóknir sem byggja á röntgengeislun vegna hugsanlegra áhrifa á fóstur. Undantekningar frá þessu eru aðeins neyðartilfelli. Þessar rannsóknir og skuggaefnið sem gefið er hefur ekki áhrif á brjóstagjöf. Skuggefnið skilst að litlu leyti út í brjóstamjólk en hefur ekki áhrif á barnið.
    • Segulómun
      • Þó að ekki sé talið að segulómrannsóknir séu skaðlegar fóstrum eru ekki gerðar segulómrannsóknir á þunguðum konum nema nauðsyn krefji. Enda er oftast hægt að fresta rannsókn þar til eftir fæðingu.
    • Ómskoðun
      • Hljóðbylgjur sem rannóknar aðferðin byggir á hafa ekki áhrif á fóstur enda er þessi aðferð notuð til að meta fóstur í móðukviði.

 

Skuggaefni / litarefni

Almennt um skuggaefni

Algengasta tegund skuggaefnis sem notuð er heitir Visipaque. Efnið er sameind sem inniheldur Joð. Eiginleiki þess er að hindra röngengeisla í hlutfalli við þéttni efnisins í mismunandi vefjum líkamans. Þannig fæst þéttnimunur, sem gefur betri aðgreiningu á innri líffærum auk þess sem skuggaefnis “upphleðsla” í vefjum getur gefið upplýsingar um eðli þeirra.

Mikil þróun hefur átt sér stað frá fyrstu kynslóð skuggaefna. Þær gerðir sem notaðar eru í dag valda litlum hliðarverkunum og eru alvarlegar aukaverkanir mjög sjaldgæfar.

Skuggaefni er gefið í æð rétt fyrir rannsókn. Nýru skilja skuggaefnið út á stuttum tíma og er því mikilvægt að nýrun starfi eðlilega.

Ef nýrnastarfsemi er minnkuð getur skuggaefnið valdið versnun á nýrnastarfsemi sem þó gengur venjulega til baka á 2-3 dögum. Starfsemi nýrna er metin útfrá kreatinin gildi í blóði. Kreatinin er niðubrotsefni frá vöðvum og er skilið út í nýrum. Því hækkar magn þess í blóði ef nýrun starfa ekki eðlilega.

Frábendingar

  • Skert nýrnastarfsemi: Ef nýrnastarfsemi er verulega skert er ekki gefið skuggaefni nema við ýtrustu nauðsyn.
  • Sykursýki: Sjá nánar hér.
  • Skjaldkirtill: Skuggaefni inniheldur Joð alveg eins og skjaldkitilshormón. Er um verulega ofstarfsemi á skjaldkirtli er að ræða getur skuggaefnið valdið versnun á einkennum eftir nokkrar vikur. Einnig getur skuggaefnið truflað rannsóknir þar sem notað er geislavikt Joð.
  • Ofnæmi: Algengt er að fólk finni fyrir einhverjum einkennum við inngjöf skuggaefnis sem þó eru ekki ofnæmistengd. Til dæmis hitatilfinning, þvaglekatilfinning og væg ógleði. Sumir fá svolítinn roða í húð og stundum kláða. Alvarleg ofnæmi eru mjög sjaldæf. Allur er þó varinn góður og er mikilvægt að gefa upp ef fyrri saga er um ofnæmisviðbrögð við gjöf skuggaefnis. Þá er stundum hægt að gera annarskonar rannsókn og einnig er hægt að fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð með ofnæmislyfjum, sem gefin eru fyrir rannsókn.

Sykursýki

Sum sykursýkislyf innihalda metformin t.d. Metformin, Glucophage, Janumet, Eucreas. Metformin er skilið út í nýrum á sama hátt og skuggaefnið, sem gefið er við sumar rannsóknir. Þetta veldur því að metformin fer hægar úr líkamanum en annars og leiðir til þess að magn þess í líkamanum hækkar. Til að fyrirbyggja þetta og þar með sveiflur í blóðsykri er inntöku glugophage hætt í tvo sólarhringa eftir gjöf skuggaefnis og svo haldið áfram á sama hátt og fyrr.

Hjólastólaaðgengi

Á bílastæðum við orkuhúsiðp eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða. Gott aðgegni er fyrir hjólastóla á röntgendeildinni.