Röntgen

Röntgen

Undirbúningur

 Ekki þarf sérstakann undirbúning.

Tímalengd og framkvæmd

Rannsóknin tekur 5-10 mínútur.
Skipt er úr eigin fötum og í stuttermabol og buxur fyrir rannsóknina.

Frábendingar

Engar algerar frábendingar. Eins og alltaf þegar röntgengeislun er annarsvegar eru aðeins gerðar þær rannsóknir, sem læknar hafa talið nauðsynlegar.

Þungun – brjóstagjöf

Ekki hefur verið sýnt fram á að röntgengeislun í því mæli sem notuð er við almennar myndgreiningarrannsóknir séu skaðlegar fóstrum. En ef grunur er um þungun rannsókn frestað ef mögulegt er.

Tilgangur

Lang flestar röntgenrannsóknir eru gerðar til mats á beinum (brot, slitbreytingar, og aðrar beinbreytingar). Hægt er að meta liði óbeint t.d. þegar slitbreytingar eru til staðar þynnist liðbrjósk og liðbil lækkar sem sést vel á röntgen. Röntgenrannsóknir einnig mikið notaðar til rannsókna á lungum og kvið.

Tæknin

Röntgengeislar eru í eðli sínu ljósgeislar. Þeir eru það orkumiklir að þeir ná að miklu leyti í gegn um vefi líkamans. Vefir líkamans hindra geislana í mis miklu mæli. Loft (t.d. í lungum) hindrar geislana nánast ekkert, fita og vöðvar meira, en bein mjög mikið.Það varpast því nokkurskonar skuggamynd á myndplötu. Áður fyrr var notuð filma sem var framkölluð. En eins og í flestum myndavélum er þetta ferli orðið stafrænt. Myndirnar eru svo skoðaðar á tölvuskjá við úrlestur.

Geislun

Í umhverfi okkar er alltaf til staðar geislun, bæði frá jörðinni og geimnum/sólinni og er kölluð náttúrleg geislun . Geislavarnir ríkisins hafa umsjón og eftirlit með geislun þmt. tækjum í læknisfræðilegri myndgreiningu. Hér að neðan er hlekkur á skýrslu geislavarna.

Röntgenbúnaður deildarinnar í Orkuhúsinu er nýr. Með stöðugri tækniþróun krefjast rannsóknir minni geislun og hefur geislun við hverja rannsókn minnkað margfalt frá því sem áður var.

Skuggaefni

Við almennar röntgenrannsóknir er ekki notað skuggaefni.

Niðurstöður

Niðurstöður eru sendar tilvísandi lækni. Ef senda á afrit af niðurstöðum til annarra lækna eða meðferðaraðila er það sjálfsagt. Reynt er eftir fremsta megni að senda svör sem fyrst og eru þau yfirleitt send innan 3 tíma. Í einstaka tilfellum getur það þó dregist. Það veltur meðal annars á umfangi rannsóknarinnar og hvort þarf að afla upplýsinga um fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið.