Undirbúningur fyrir ristilrannsókn
Leiðbeiningar
Tölvusneiðmynd af ristli krefst nokkurra daga undirbúnings áður en komið er til rannsóknar. Mikilvægt er að fylgja eftirfarandi leiðbeiningunum vel til að koma í veg fyrir að endurtaka þurfi úthreinsun. Því betri úthreinsun, því betri rannsókn.
Þú þarft að útvega þér eftrfarandi fyrir úthreinsunina:
Picoprep úthreinsiefni: Fæst án lyfseðils í apóteki.
Visipaque skuggaefni: Færð þú afhent hjá okkur.
Vikan fyrir rannsókn (dagur 1-4)
Undirbúningur fyrir úthreinsun þar sem dregið er úr þéttni hægða með því að forðast hægðastemmandi fæðu.
Forðist neyslu trefja, fræja, kiwi og annars grófmetis.
Ef þú tekur jórntöflur þarft að gera hé á töku þeirra.
Tveimur dögum fyrir rannsókn (dagur 5)
Fyrsta stig úthreinsunar þar sem dregið er úr hægðamagni með því að hætta að innbyrða fasta fæðu.
Tært fljótandi fæði (sjá lista).
Drekkið a.m.k. 2 L af vökva á dag, ekki bara vatn heldur líka vökva sem inniheldur sykur og sölt (t.d. Gatorade).
Þú mátt taka nauðsynleg lyf (nema járntöflur).
Daginn fyrir rannsókn (dagur 6)
Annað stig úthreinsunar þar sem ristillinn er tæmdur með aðstoð úthreinsiefnis og mögulegar hægðarestir auðkenndar með skuggaefni.
Tært fljótandi fæði (sjá lista).
Drekkið a.m.k. 2 L af vökva á dag, ekki bara vatn heldur líka vökva sem inniheldur sykur og sölt (t.d. Gatorade).
Þú mátt taka nauðsynleg lyf.
Klukkan 13:00: Blandið Visipaque skuggaefninu (100 mL) í einn lítra af vatni eða í djús og drekkið í jöfnum skömmtum fram að nætursvefni. Geymið í kæli á milli og hristið eða hrærið vel í áður en drukkið er.
Klukkan 18:00: Fyrri skammtur Picoprep úthreinsiefnisins. Blandið duftinu í 250 mL af köldu vatni og hrærið vel í 2-3 mín. Þegar blandan hættir að freyða er hún tilbúin. Drekkið helst innan 15 mínútna.
Að lokinni Picoprep drykkju er mikilvægt að hreyfa sig (ganga um) því það hjálpar til við að losa út sem mest af þeim vökva sem þú hefur drukkið.
Rannsóknardagur (dagur 7)
Þriðja og síðasta skref úthreinsunar fyrir rannsókn síðar sama dag.
Klukkan 07:00: Seinni skammtur Picoprep úthreinsiefnisins. Blandið duftinu í 250 mL af köldu vatni og hrærið vel í 2-3 mín. Þegar blandan hættir að freyða er hún tilbúin. Drekkið helst innan 15 mínútna.
Algjör fasta fram að rannsókn.
Þú mátt taka nauðsynleg lyf.


Dæmi um tært fljótandi fæði
- ENGAR MJÓLKURVÖRUR.
- Tært fitulítið soð, t.d. soð af teningum.
- Síaðar tærar grænmetissúpur.
- Síaðar ávaxta- og saftsúpur.
- Hafraseyði eða hrísgrjónaseyði.
- Ávaxtahlaup (jelló).
- Tærir ávaxtasafar (án aldinkjöts).
- Frosnir ávaxtasafar eða frostpinnar (án súkkulaðis).
- Gosdrykkir með sykri (líkaminn þarf orkuna).
- Orkudrykkir án mjólkurafurða, t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius.
- Te og kaffi, gjarnan með sykri eða hunangi.
- Það má vera með tyggjó, einnig sjúga t.d. Opal eða brjóstsykur.
- Pilsner, malt.
Góð ráð
- Að lokinni Picoprep drykkju er mikilvægt að hreyfa sig (ganga um) því það hjálpar til við að losa út sem mest af þeim vökva sem þú hefur drukkið.
- Til að fyrirbyggja óþægindi við endaþarm er má nota mýkjandi krem eða vatnsfráhrindandi krem (t.d. AD krem, vaselín eða Bepanthem) áður en úthreinsunarvökvinn er drukkinn.
- Ef þú þarft frekari upplýsingar getur þú haft samband við okkur.