Niðurstöður

Niðurstöður rannsókna liggja venjulega fyrir í vefgátt samdægurs eða daginn eftir. Skyndisvör eru afgreidd án tafar sé þess óskað.

Læknar fá tilkynningar með tölvupósti eða í SÖGU.

Myndir og svör eru í Vefgátt Orkuhússins.

Svör eru í SÖGU → Samtenging Sögukerfa.

Svör eru í Heilsugátt → Stri gögn.

Myndir og niðurstöður eru aðgengilegar í Vefgátt okkar.

Aðgangur að Vefgátt

Læknar og aðrir viðurkenndir meðferðaraðilar geta sótt um aðgang að vefgátt okkar með rafrænum skilríkjum. Um notkun vefgáttar gilda lög um sjúkraskrár. Allar uppflettingar eru skráðar.

Leiðbeiningar Vefgáttar

Innskráning

Notendur vefgáttar Röntgen Orkuhússins geta skoðað myndir frá öðrum myndgreiningardeildum landsins.

Um notkun vefgáttar gilda lög um sjúkraskrár.

Allar uppflettingar eru skráðar og virkt eftirlit er með notkun.

Einnig er hægt að leita í öllum aðgengilegum myndgeymslum landsins (‘All systems in Iceland’).

Velja 'search' (blátt stækkunargler).

Ef niðurstöðurnar birtast rétt → 'Save filters'

Leita að niðurstöðum

Best er að leita eftir kennitölu (Patient ID). Óáreiðanlegt er að leita eftir nafni þar þau eru vistuð á mismunandi hátt í myndabönkum. Hjá okkur er nafnið venjuelga án íslenskra stafa, bæði fornafn og millinafn í Last name, og eftirnafn í First name. Vefgáttin býður upp á tvennskonar leit:

Search Orkuhusid: Leit hjá Röntgen Orkuhúsi.

All systems in Iceland: Leit í öllum aðgengilegum myndgeymslum landsins.

Rannsókn er opnuð með því að smella á nafn skjólstæðings.

Fyrri rannsóknir og svör

Í jaðri myndskoðunargluggans eru lóðréttir ljósbláir borðar sem hægt er að draga fram með því að smella á þá:

Patient History: Listi yfir aðrar rannsóknir skjólstæðings.

Patient Reports: Birtir skriflegar niðurstöður rannsóknar.

Athugið að skrifleg svör úr AGFA kerfum (t.d. LSH) sjást enn sem komið er eingöngu í Heilsugátt vegna vandamála við samtengingu kerfa. 

Verkfæri til myndskoðunar

Ýmis gagnleg verkfæri eru fyrir neðan myndagluggann:

Velja seríur og skipta skjánum.

Fletta milli myndasería í sömu rannsókn.

Stækka myndina og færa hana til.

Mæla lengd og snúa mynd.

XXX

Verkfæri til enduruppbyggingar

Verkfæri til enduruppbyggingar (MPR) þunnra sneiða  TS og SÓ rannsókna í öllum plönum er kallað fram með því að smella á 3D kassa neðst í vinstra horninu.

Skoða má eitt plan í einu eða öll saman í fjórskiptum glugga.

Í tækjastikunni virkjast sérhæfð tól fyrir MPR vinnslu t.d. swivel.

Hlaða niður myndum

Læknar geta vistað myndir til notkunar annarsstaðar t.d. í öðrum forritum, sendingu til erlendra aðila eða afhendingar skjólstæðingum.

Save DICOM exam: Vistar alla rannsóknina í ZIP skrá sem inniheldur bæði JPEG myndir og DICOM myndir. Hægt er að velja hvort myndir eru vistaðar með nafni eða nafnlaust.

Einnig er hægt að leita í öllum aðgengilegum myndgeymslum landsins (‘All systems in Iceland’).

Leit hjá Röntgen Orkuhúsi ('Search Orkuhusid').

Leit í öllum myndgeymslum ('All systems in Iceland').

Persónuleg sía

Sniðugt er að skilgreina persónulega síu sem kallar fram allar rannsóknir sem viðkomandi hefur pantað hjá Röntgen Orkuhúsinu.

Velja Search Orkuhusid.

Velja Ref. physician → Skrá fullt nafn (án íslenskra stafa).

Velja Date → Velja 30 days.

Leita (stækkunargler) → Sjá að niðurstöður birtist rétt.

Save filters → Nefna síuna 'Rannsóknir 30d'.

Þá er komið bókamerki efst á síðunni sem hægt er að smella á til að virkja síuna hvenær sem er með einum músarsmelli.