Gæðastefna
XXX
Þú mátt taka nauðsynleg lyf.
Íslensk myndgreining (ÍM) veitir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu til skjólstæðinga samkvæmt beiðnum frá tilvísandi læknum. Markmiðið er að bjóða skilvirka og hagkvæma þjónustu í hæsta gæðaflokki, sem uppfyllir kröfur bæði skjólstæðinga og tilvísandi lækna.
Innan ÍM er unnið af fagmennsku og metnaði og í samræmi við lög og reglugerðir sem starfsemina varða.
Starfsfólk ÍM sinnir allri beinni þjónustu við skjólstæðinga og tilvísandi lækna. Engri þjónustu tengdri skjólstæðingum er útvistað.
Stjórnkerfi ÍM er skipulagt samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001:2015. Fyrirtækið nýtir kröfur staðalsins í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum og standast væntingar og þarfir skjólstæðinga og tilvísandi lækna.
Markvisst er unnið að stöðugum umbótum. Árlega eru sett gæðamarkmið sem beinast að því að bæta framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini. Framkvæmdastjóri og gæðastjóri sjá til þess að starfsfólk sé meðvitað um markmiðin og fái reglulega upplýsingar um hvernig gengur að ná þeim.
