Sérhæfður úrlestur

Líkt og gildir um aðra sérfræðiþjónustu byggir val á myndgreiningarþjónustu á gæðum en ekki nálægð.

Við hámörkum gæði þjónustunnar með reyndum sérfræðingum sem skipta með sér verkum í sérhæfðum líffærakerfamiðuðum úrlestri.

Myndgreining taugakerfis og andlits/háls.

Myndgreining brjósthols.

Myndgreining kviðar- og grindarhols.

Myndgreining stoðkerfis.

Vaktsími myndgreiningarlækna á opnunartíma: 520-0175.

Læknar á heilsugæslustöðvum eða hjá Læknavaktinni ehf.

Senda beiðni

Við framkvæmum röntgen, ómanir og tölvusneiðmyndir samdægurs og höfum daglega bráðatíma fyrir segulómanir. Læknar geta sent okkur beiðnir eftir þremur leiðum:

Rafræn beiðni í SÖGU (ekki þó innan LSH).
Nýtt rannsóknarblað (Ctrl+N) → Beiðni um myndgreiningu (Orkuhúsið) → Senda blað rafrænt (Ctrl+Shift+S) → Móttakandi: Íslensk myndgreining → Senda.

Pappírsbeiðni (eða utanaðkomandi eyðublöð) sem hægt er að faxa í 520-0171 eða skjólstæðingur getur komið með beiðnina í höndinni til okkar.

Niðurstöður

Niðurstöður rannsókna liggja venjulega fyrir samdægurs eða daginn eftir. Ef óskað er eftir skyndisvörum eru þau afgreidd í forgangi á meðan skjólstæðungur bíður. Niðurstöður eru aðgengilegar rafrænt:

Tilkynningar um niðurstöður eru sendar í SÖGU kerfi tilvísandi lækna og/eða með tölvupósti.

Skriflegar niðurstöður eru í SÖGU kerfi Orkuhússins og aðgengilegar gegnum Samtengingu SÖGU-kerfa eða gegnum Heilsugátt undir "ytri gögn" frá Orkuhúsinu.

Myndir og skriflegar niðurstöður eru vistaðar í vefgátt okkar.

Aðgangur að vefgátt

Læknar og aðrir viðurkenndir meðferðaraðilar geta sótt um aðgang að vefgátt okkar með rafrænum skilríkjum. Um notkun hennar gilda lög um sjúkraskrár og allar uppflettingar eru skráðar.

Greiðsluþáttaka

Allir læknar geta sent okkur beiðni.  Nýjar reglur Sjúkratrygginga Íslands takmarka hinsvegar greiðsluþáttöku við eftirfarandi hópa tilvísandi lækna.

Læknar á heilsugæslustöðvum eða hjá Læknavaktinni ehf.

Læknar sem starfa á grundvelli samninga við SÍ, eingöngu vegna þjónustu sem fellur undir samninginn.

Læknar sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana Ríkisins sem gert hafa sérstakt samkomulag við SÍ um þjónustuna.

Þetta hefur sérstaklega þýðingu fyrir börn, sem fá ókeypis myndgreiningu með þáttöku SÍ, og einstaklinga sem þurfa dýrar eða endurteknar rannsóknir sem kosta meira en hámarksgreiðsla.